Fréttir

2.1.2012

Aðventukvöld Rótarýklúbbs Selfoss

Aðventukvöld haldið 13.des.2011

Þriðjudagskvöldið 13.des.2011 var haldið aðventukvöld klúbbsins í boði ferða og skemmtinefndar. Samkoman var í Tryggvaskála eins og svo oft áður, en það er einstaklega skemmtilegt hús og passar afskaplega vel undir mannfagnaði af þessari stærðargráðu. Borðað var hangikjöt og meðlæti eins og hefð er fyrir, einstaklega góður matur. Sungin voru jólalög við undirleik Imgimars ritara klúbbsins.  Sr.Kristinn Ágúst klúbbfélagi okkar flutti hugvekju. Einnig söng hann og frumflutti, lag eftir Ingimar ritara, við undirleik Ingimars. Texti við lagið er eftir sr.Sigurð Rúnar Ragnarsson forseta Rótarýklúbbs Norðfjarðar. Góðir gestir komu frá Tónlistarskóla Árnesinga og sungu nokkur jólalög við undirleik Örlygs Benediktssonar kennara við skólann. Þetta var mjög hátíðleg og jafnframt skemmtileg kvöldstund. Hér eru nokkrar myndir frá aðventukvöldinu, en fleiri myndir eru inni á myndasafninu.                                  

Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011Aðventukvöld RS 13.12.2011