Fréttir
Skógræktarsaga úr Dalabyggð
Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma með erindi á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 22.11.2011
Góðir gestir voru á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 22.11.2011, en það voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir og Lúðvík Lárusson. Margrét hélt skemmtilegt erindi um skógrækt en þau hjónin eiga jörð vestur í Dölum þar sem þeirra markmið er að endurheimta landgæði meðal annars með skógrækt. Sagði hún frá samskiptum við bændur á svæðinu og eins frá samskiptum landeigenda þ.e. annara en bænda, við stjórnvöld. Kom fram í erindinu að þar er kannski mesti frumskógurinn. Þetta var fróðlegt og vel upp sett erindi og komu fjöldi fyrirspurna úr sal. Við þökkum hjónunum Margréti og Lúðvík kærlega fyrir komuna.