Fréttir

3.12.2011

Skógræktarsaga úr Dalabyggð

Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma með erindi á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 22.11.2011

Góðir gestir voru á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 22.11.2011, en það voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir og Lúðvík Lárusson. Margrét hélt skemmtilegt erindi um skógrækt en þau hjónin eiga jörð vestur í Dölum þar sem þeirra markmið er að endurheimta landgæði meðal annars með skógrækt. Sagði hún frá samskiptum við bændur á svæðinu og eins frá samskiptum landeigenda þ.e. annara en bænda, við stjórnvöld. Kom fram í erindinu að þar er kannski mesti frumskógurinn. Þetta var fróðlegt og vel upp sett erindi og komu fjöldi fyrirspurna úr sal. Við þökkum hjónunum Margréti og Lúðvík kærlega fyrir komuna.                                                                     

Margrét Guðmundsdóttir 22.11.2011Margrét Guðmundsdóttir 22.11.2011Margrét Guðmundsdóttir 22.11.2011Þorvarður Hjaltason og Agnar Pétursson alltaf léttir