Fréttir

21.11.2011

Blöðruhálskirtilskrabbamein - hvað ég hefði viljað vita þegar ég greindist

Þráinn Þorvaldsson gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss

Þráinn Þorvaldsson var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 8.nóv. 2011. Hann hélt erindi um blöðruhálskirtilskrabbamein en hann greindist með þann sjúkdóm árið 2005. Erindið fjallaði meðal annars um það hvað hann hefði viljað fá að vita þegar hann greindist. Hann hefur aflað sér staðgóðrar þekkingar sjúkdómnum og á óhefðbundnar lækningar við honum. Þráinn fór yfir sína sögu með sjúkdómnum og hvernig hann er að takast á við hann og lifa með honum. Þráinn svaraði síðan fjölmörgum spurningum fundargesta. Þetta var fjölmennur og skemmtilegur fundur, en í ljósi fundarefnis var mökum klúbbfélaga boðið sérstaklega til fundarins.                                                  

Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011Þráinn Þorvaldsson 8.11.2011