Fréttir

2.11.2011

Ljósmyndasýning Héraðsskjalasafnsins

Gestur á fundi Rótarýklúbb Selfoss þann 25.10.2011 var Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður. Hann hélt skemmtilegt erindi um ljósmyndasýningu og ljósmyndasafn Héraðsskjalasafnsins. Sýningin vakti mikla athygli og lukku fundargesta og brá mörgum þekktum andlitum fyrir á tjaldinu. Þar á meðal af varaforseta klúbbsins. Þorsteinn lýsti myndefninu af snilld. Hann sagði frá þróun, uppbyggingu og tækjakosti safnsins og þeirri vinnu sem þar fer fram við að skanna inn myndir og skrásetja þær. Þorsteinn svaraði ótal mörgum spurningum fundarmanna og það var létt og skemmtileg stemming á fundinum, eins og reyndar er alltaf. Rótarýfélagar þakka Þorsteini fyrir einstaklega skemmtilega heimsókn.

Þorsteinn Tryggvi Másson 25.10.2011Þorsteinn Tryggvi Másson 25.10.2011Þorsteinn Tryggvi Másson 25.10.2011