Fréttir

31.10.2011

Tilurð og saga FSU

Gylfi Þorkelsson kennari var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 18.10.2011. Hann flutti erindið 30 ára saga Fjölbrautarskóla Suðurlands. Skólinn hélt upp á 30 ára afmæli fyrir stuttu. Gylfi sagði frá aðdraganda stofnunar FSU, frá aðstæðum í upphafi, uppbyggingu, helstu áhrifavöldum, velunnurum og stjórnendum. Einnig frá námi, þróun námsbrauta og námsárangri. Síðan svaraði Gylfi fjölmörgum spurningum fundarmanna. Afar áhugavert og fræðandi erindi hjá Gylfa. Annar góður gestur var á fundinum, Lisa að nafni frá Ohio í Bandaríkjunum. Hún dvelur hér á landi sem skiptinemi. Lisa ávarpaði fundinn og Ragnheiður varaforseti afhendi henni fána klúbbsins að gjöf. Við þökkum Gylfa og Lisu fyrir komuna.                                                                                         

Gylfi Þorkelsson 18.10.2011Gylfi Þorkelsson 18.10.2011Ragnheiður og Lisa 18.10.2011Gylfi Þorkelsson 18.10.2011