Fréttir
K. Lúðvík Nordal, héraðslæknir og 1. forseti Rkl. Selfoss
Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 11.10.2011, var Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Hann hélt erindi um ævi og störf K.Lúðvíks Nordals héraðslæknis á Selfossi og fyrsta forseta Rótarýklúbbs Selfoss. Afar fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Lýð og það svo mjög að einn fundarmanna færði sig nær til að meðtaka frásögnina betur. Við þökkum Lýð kærlega fyrir komuna.