Fréttir
Heimsókn Ástrala í GSE hópi
Góðir gestir voru á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 4.okt. síðastliðinn. Þar voru á ferðinni Ástralar í GSE hópi sem var í heimsókn á Íslandi. Hópurinn hefur dvalið í nokkra daga hjá klúbbfélögum í Rótarýklúbb Selfoss og ferðast um Suðurland og heimsótt fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Hópurinn kynnti sig á fundinum og sagði frá sér og sínum og sýndi myndir frá heimaslóðum í Ástralíu. Þau stjórnuðu léttum leik og að lokum var skipst á kúbbfánum. Þetta er mjög léttur og skemmtilegur hópur sem gaman var að fá í heimsókn.