Fréttir
Heimsókn umdæmisstjóra Rótarý
Tryggvi Pálsson kom í heimsókn 27.09.2011
Það kom góður gestur á fund hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 27.9.2011, en það var umdæmisstjóri Rótarý, Tryggvi Pálsson. Hann hélt skemmtilegt erindi þar sem hann fór yfir sínar áherslur í Rótarýstarfinu. Hann svaraði fjölda fyrirspurna úr sal. Ástfríður forseti og Tryggvi skiptust á fánum. Þetta var létt og skemmtileg kvöldstund með líflegum umræðum. Tryggvi fundaði svo með stjórn Rótarýklúbbs Selfoss eftir hefðbundinn fund. Við þökkum Tryggva kærlega fyrir komuna.