Fréttir

16.10.2011

Kayaksiglingar á sjó og vötnum

Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 20.sept.2011 var Gunnar Ingi Gunnarsson. Hann fræddi okkur um kayaksiglingar á sjó og vötnum. Hann sýndi okkur myndir af mismunandi kayökum, árum, búningum og öryggisbúnaði. Kayakar og árar eru mismunandi eftir því við hvaða aðstæður er verið að róa. Gunnar sýndi einnig videó sem tekið var í ferð á Þingvallavatni. Í lokin svaraði Gunnar fyrirspurnum fundarmanna. Þetta var fræðandi og skemmtilegur fundur. Þökkum við Gunnari kærlega fyrir komuna.

Gunnar Ingi Gunnarsson 20.9.2011Gunnar Ingi Gunnarsson 20.9.2011Gunnar Ingi Gunnarsson 20.9.2011