Fréttir
Þórsmerkurferð 3.sept.2011
Oft er gaman í Merkurferðum
Laugardaginn 3. september síðastliðinn fór Rótarýklúbbur Selfoss í Þórsmerkurferð. Tókst ferðin í alla staði frábærlega. Veðrið var gott og Mörkin skartaði sínu fegursta. Allir fundu eitthvað að gera við sitt hæfi. Sumir gengu á fjöll, aðrir skruppu inn í Langadal og svo nutu enn aðrir dásemdar staðarins úr styttra færi. Fararstjórinn, bílstjórinn og bíllinn stóðu sig með stakri prýði !!