Fréttir
Heimsókn til varaforseta, Ragnheiðar Hergeirsdóttur 23.8.2011.
Þann 23.ágúst þáðu Rótarýfélagar á Selfossi, heimboð til varaforseta klúbbsins, Ragnheiðar Hergeirsdóttur og eiginmanns hennar, Torfa Áskelssonar en þau búa í Tjarnarbyggð. Þar eiga þau afar huggulegt hús í fallegu umhverfi með mikla fjallasýn. Nutu félarar góðra veitinga og áttu einkar ámægjulega og skemmtilega kvöldstund.