Stjórnarskiptafundur hjá Rótarýklúbb Selfoss 28.6.2011.
Ný stjórn tekur við.
Á stjórnarskiptafundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 28.6.2011 flutti fráfarandi forseti, Magnús Hlynur Hreiðarsson, skýrslu stjórnar. Gjaldkeri, Ragnheiður Hergeirsdóttir fór yfir reikninga starfsársins. Voru skýrslan og reikningar samþykktir samhljóða. Fráfarandi forseti, Magnús Hlynur þakkaði fráfarandi stjórn og félögum öllum samstarfið á starfsárinu og vék hann síðan úr forsetastól. Ný stjórn tók nú við. Í henni eru: Ástfríður Sigurðardóttir forseti, Ragnheiður Hergeirsdóttir varaforseti, Garðar Eiríksson gjaldkeri, Ingimar Pálsson ritari og Björgvin Örn Eggertsson stallari. Ástfríður forseti þakkaði fráfarandi stjórn góð störf og fór síðan yfir dagskrá komandi funda og hvað væri helst á döfinni. Var síðan etið lambakjet ásamt meðlæti, frábær og góður matur eins og reyndar alltaf hjá því góða fólki sem starfar hjá Hótel Selfoss. Við þökkum þeim gott samstarf í vetur. Á myndunum má sjá Magnús Hlyn krýna Ástfríði til forseta, og svo eru myndir af nýju stjórninni. Þau eru frá vinstri talið: Garðar, Ástfríður, Ragnheiður, Ingimar og Björgvin.