Fréttir

28.6.2011

Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjörís gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss 21.6.2011

Á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 21.6.2011 var Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjörís í Hveragerði, gestur hjá klúbbnum. Hann hélt mjög áhugavert og fróðlegt erindi um Kjörís, tilurð fyrirtækisins og sögu þess. Kjörís byrjaði í 250 fermetrum en er í 4000 fermetrum í dag. Vörumerkjum hefur fjölgað úr 10 upp í u.þ.b. 200.  Kjörís er flott fyrirtæki, "sunnlenskt fyrirtæki" sem við getum verið stolt af. Við Rótarýfélagar erum það og þökkum Valdimar fyrir komuna.