Fréttir
Heimsókn á Stóra Ármót 31.5.2011
Þann 31.5.2011 var farið í heimsókn á tilraunabúið Stóra Ármót í Flóahreppi. Þar tók Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir á móti Rótarýfélögum. Boðið var upp á dýrindis kjörsúpu með brauði og kaffi á eftir. Grétar hélt fróðlegt erindi um Stóra Ármót, um tilraunir á búinu og um hvað verkefni dagsins snúast. Síðan gekk hann með hópinn um fjósið, sýndi gjafavagninn, bestu kýrnar, mjaltagryfjuna og mjólkurhúsið. Rótarýfélagar þakka frábærar móttökur.