Fréttir
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði var gestur á fundi hjá Rótraýklúbb Selfoss
Á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þriðjudagskvöldið 14.6.2011, var góður gestur, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði. Hún flutti erindi um starf sitt og um Hveragerði og hvað þar væri verið að gera. Hún svaraði einnig fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum. Aldís er hress og skemmtileg og var þetta mjög ánægjuleg kvöldstund. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna.