Fréttir

30.5.2011

Vorferð til Vestmannaeyja

Rótarýklúbbur Selfoss fór í vorferð til Vestmannaeyja helgina 21-22.5.2011

Það var fjölmennur og fríður hópum Rótarýfélaga ásamt mökum sem hélt í  fyrstu "utanlandsferð" klúbbsins laugardaginn 21 maí 2011. Siglt var frá Landeyjarhöfn með Herjólfi. Veðrið lék við ferðalangana. Í Vestmannaeyjum fékk klúbburinn höfðinglegar móttökur hjá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Farið var í skoðunar og skemmtiferðir til sjós og lands. Notið góðra veitinga í mat og drykk. Sprangað og spriklað í klettum og á klúbbum. Gleðipinnar skemmti og ferðanefndar stóðu við gefin loforð um gott veður alla ferðina. Og í lokin var svo endað með stórgosi í Grímsvötnum. Það var útitekinn, sæll og sáttur hópur sem hélt heim á leið seinnipart sunnudagsins og keyrði heim frá Landeyjarhöfn í öskuskýi. Hópurinn er þegar farinn að hlakka til næstu "utanlandsferðar". Toppiði þetta !!                                                                                 Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011Vestmannaeyjaferð 21-22.5.2011