Fréttir
Dr. Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss
Góður gestur var á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss, þriðjudaginn 26.4.2011. Það var Dr. Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla. Hann hélt skemmtilegt og fræðandi erindi um Skálholt. Um biskupa sem þar hafa setið, og um húsakost staðarins fyrr á öldum og kirkjubyggingar sem þar hafa staðið. Í lokin svaraði hann fyrirspurnum fundargesta. Kristinn er hress og skemmtilegur og hnittin í tilsvörum, féll það fundargestum vel í geð. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna.