Fréttir
Fyrirtækjaheimsókn til Útfararþjónustunnar Fylgdar á Selfossi
Útfararþjónustan Fylgd Gagnheiði 67 Selfossi heimsótt þann 19.4.2011
Rótarýfundur 19.4.11. var fyrirtækjaheimsókn til Útfararþjónustunar Fylgdar á Selfossi. Eigendurnir, hjónin Kristinn Jósepsson og Guðný Sölvadóttir tóku á móti okkur með glæsilegum veitingum. Þau kynntu okkur starfsemi Fylgdar, sýndu okkur húsakynnin, bílakost, og fóru í gegnum alla ferla svona reksturs. Útfararþjónustan Fylgd á Selfossi hefur þjónustað Suðurland allt síðan 1995. Starfsemin hefur falist í smíði og bólstrun á líkkistum og rekstri á líkbifreið. Eins hefur Fylgd í auknu mæli tekið að sér almenna útfararþjónustu á Suðurlandi.
Fylgd hefur að markmiði að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til þeirra hvenær sólarhings sem er. Fylgd getur verið aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Fylgd er snyrtilegt og flott fyrirtæki og greinilegur metnaður í starfi hjá eigendum. Rótarýfélagar þakka frábærar móttökur. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni en fleiri myndir eru í myndasafninu.