Ánægjuleg heimsókn til Rótarýklúbbs Rangæinga
Fimmtudaginn 31. mars heimsótti Rótarýklúbbur Selfoss Rótarýklúbb Rangæinga. Fundurinn var haldinn í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hópurinn fékk m.a. að skoða Njálusýninguna, Kaupfélagssafnið og myndlistarsýningu í Gallerí Ormi. Drífa Hjartardóttir, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga gerði grein fyrir starfsemi klúbbsins og sömu sama gerði Magnús Hlynur Hreiðarsson, forseti Rótarýklúbbs Selfoss fyrir sinn klúbb. Boðið var upp á ljúffengan kvöldverð og skiptust félagar í klúbbunum að segja skemmtilegar sögur yfir matnum. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og fóru allir sáttir og sælir heim. Á myndunum má annars vegar sjá forseta klúbbanna og hins vegar þegar Njálusýningin var skoðuð undir leiðsögn Sigurðar Hróarssonar,forstöðumanns Sögusetursins.