Fréttir

22.3.2011

Helgi Sigurðsson með erindi hjá Rótarýklúbb Selfoss

Helgi Sigurðsson sagði frá Rótarýferð til Indlands í febrúar.

 Helgi Sigurðsson félagi okkar var með erindi kvöldsins. Hann fjallaði um ferð þeirra hjóna til Indlands á vegum Rótarýhreyfingarinnar og þátttöku þeirra í Polio Plus verkefninu. Síðan Rótarý setti sér það markmið að útrýma lömunarveiki hefur henni verið útrýmt í 118 löndum og sagt er að nú sé 99% markmiðsins náð. 14 íslenskir Rótaractfélagar og Rótarýfélagar  fóru í febrúar til  Indlands þar sem þeir tóku þátt í þjóðarbólusetningardegi gegn lömunarveiki. Einar Hope ZCC (Zone Challenge Coordinator) fyrir Polio Plus hefur tilkynnt umdæmisstjóra að formleg lok Pólíó Plús verkefnisins verður í júní 2012. Lömunarveiki er enn að greinast á Indlandi, í Pakistan og Nígeríu en tilfellum hefur fækkað mikið á síðustu misserum. Fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Helga.

Helgi SigurðssonHelgi Sigurðsson