Fréttir
Hermann Guðmundsson forstjóri N 1 gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss
Hermann Guðmundsson forstjóri N 1 var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þriðjudagskvöldið 1.3.2011.
Hermann hélt létt og skemmtilegt erindi á fundinum. Fræddi okkur um fyrirtækið N 1 og fór yfir helstu kennitölur félagsins og það umhverfi sem það starfar í. Eins um framtíðarorkugjafa bíla, svo sem rafmagn, metan, repju og fleira. Hermann fékk fjölda fyrirspurna og varð mönnum tíðrætt um bensínverðið. Svaraði hann öllum spurningum skýrt og röggsamlega, greinilega vanur maður á ferð. Við færum honum bestu þakkir fyrir komuna.