Fréttir
Ísólfur Gylfi Pálmason gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss
Ísólfur Gylfi Pálmason var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þriðjudagskvöldið 22.2.2011. Ísólfur Gylfi sem er félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga, flutti létt og skemmtlegt erindi. Hann sagði okkur frá sínum klúbbi og ýmsar skemmtisögur þaðan. Hann sagði frá veru sinni á Alþingi og ýmsum störfum því tengdu. Var gerður góður rómur að ræðu Ísólfs Gylfa og mikið hlegið. Það er gott að fá svona hressa félaga í heimsókn.