Fréttir

16.2.2011

Björn Bjarndal Jónsson umdæmisstjóri Rótarý 2013-2014

Björn Bjarndal Jónsson félagi í Rótarýklúbb Selfoss tilnefndur sem umdæmisstjóri Rótarý 2013 til 2014

Á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 15.2.2011. tilkynnti forseti klúbbsins, Magnús Hlynur að félagi okkar Björn Bjarndal Jónsson hefði verið tilnefndur sem umdæmisstjóri Rótarý 2013 til 2014. Þetta er mikill heiður fyrir klúbbinn og fá Björn og kona hans, Jóhanna Róbertsdóttir hamingjuóskir með tilnefninguna.  Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarbréfið ásamt mynd af Birni í gróðursetningarferð í Laugardælaeyju í ágúst síðastliðinn. Björn Bjarndal í Laugardælaeyju 17.8.2010

 

14. febrúar 2011

 

Til forseta Rótarýklúbba í umdæmi 1360

 

Valnefnd Rótarýumdæmisins hefur skilað tillögu sinni um umdæmisstjóraefni fyrir starfsárið 2013-2014 til umdæmisstjóra.

 

Nefndin hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2013-2014 verði Björn Bjarndal Jónsson framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga og félagi í Rótarýklúbbi Selfoss. Niðurstaðan hefur verið kynnt í umdæmisráði og fengið góðar undirtektir.

 

Samkvæmt lögum gefst forsetum Rótarýklúbbanna kostur á að koma með athugasemdir við þessa tilnefningu og er frestur til þess til 1. mars n.k.

 

                                                                                    Með bestu Rótarýkveðjum,

 

                                                                                    Margrét Friðriksdóttir

                                                                                    Umdæmisstjóri