Fréttir
Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á mannlíf og vistkerfi
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri var gestur á fundi Rótarýklúbbs Selfoss þriðjudagskvöldið 15.2.2011. Flutti hann afskaplega skemmtilegt og ekki síst fræðandi erindi um eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess, en afleiðingar gossins eru ennþá að koma fram. Góður gestur á ferð og þess má geta að Sveinn er félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga.