Fréttir

8.2.2011

Glæsilegt þorrablót í Tryggvaskála

Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss var haldið föstudagskvöldið 4. febrúar í Tryggvaskála undir forystu ferða- og skemmtinefndar klúbbsins. Minni kvenna og minni karla var flutt, fjöldasöngur sungin, farið var yfir fréttaannál ársins 2010 og hljómsveit klúbbsins, Tempó spilaði nokkur lög við mikla hrifningu þorrablótsgesta. Maturinn, sem kom frá Óla Olsen smakkaðist vel. Vel heppnuðu kvöldi lauk um miðnætti. Þessar myndir voru teknar á þorrablótinu.Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 2011Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 2011Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 2011