Fréttir
  • Lilja Mósesdóttir

18.1.2011

Lilja Mósesdóttir alþingismaður, gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss

Lilja Mósesdóttir alþingismaður var gestur á fundi Rótarýklúbbs Selfoss þriðjudagskvöldið 18. janúar 2011.  Flutti hún erindi sem hún kallar, "Hvert stefnum við sem þjóð?".  Svaraði hún fjölda spurninga fundarmanna eftir erindið og urðu líflegar umræður.  Síðustu spurninguna til hennar átti Magnús forseti, en spurningin var svona: Lifir ríkisstjórnin út árið 2011, já eða nei ?    Lilja svaraði stutt og laggott:  "Pass".