Fréttir
Kötlujarðvangur (Geopark)
Sigurður Sigursveinsson gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss
Geopark verkefnið varð til í fyrsta átaksverkefni Háskólafélags Suðurlands, Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðarársandi. Það verkefni fór af stað um mitt ár 2008 og var í rauninni fyrsta verkefni félagsins. Geoparkverkefnið snýst um að að efla jarðfræðitengda ferðamennsku á þessu svæði og auka þannig atvinnu og fjölga störfum sem krefjast háskólamenntunar. Staða verkefnisins í dag er sú að formlega hefur verið stofnuð sjálfseignarstofnun um verkefnið og sótt hefur verið um aðild að evrópskum og alþjóðlegum samtökum í þessu sambandi. Mjög skemmtileg og fræðandi kynning hjá Sigurði. Hægt að kynna sér nánar á www.katlageopark.is