Fréttir

29.12.2010

Gjöf til Tónlistarskóla Árnesinga

52.500 kr gefnar til Tónlistarskóla Árnesinga

Magnús Hlynur og Róbert DarlingSamþykkt var á fundi klúbbsins þriðjudagskvöldið 14. desember að gefa Tónlistarskóla Árnesinga ágóðann af aðventukvöldi klúbbsins, sem haldið var í Tryggvaskála 7. desember.  Um er að ræða 52.500 krónur. Rótarýklúbbur Selfoss hefur alltaf stutt vel við skólann enda skólinn stofnaður fyrir tilstilli klúbbsins. Í dag eru 550 nemendur í skólanum og kennararnir eru 34 í 25 stöðugildum. Á myndinni má sjá þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, forseti klúbbsins afhendir Róbert Darling, skólastjóra umslagið með peningunum. Þeir munu renna í sjóð vegna kaupa á nýju píanói fyrir skólann.