Fréttir
Rótarýklúbbur Selfoss gefur jólatré
Jólamarkaður VISS, vinnu og hæfingarstöðvar við Gagnheiði 39 á Selfossi var opnaður formlega föstudaginn 26. nóvember. Við það tækifæri afhenti Rótarýklúbbur Selfoss staðnum jólatré að gjöf eins og hefð er fyrir. Um er að ræða stafafuru frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Áður en kveikt var á trénu sungu starfsmenn VISS nokkur jólalög. Á myndinni er Ragnar Bjarki Ragnarsson, sem kveikti á jólatrénu fyrir hönd VISS með Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni, forseta Rótarýklúbbs Selfoss við jólatréð góða.