Rótarýdagurinn á Sauðárkróki
Gönguferð og kynning á Kaffi Krók
Rótarýdagurinn okkar er laugardaginn 28. febrúar nk.
Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks hefja daginn með gönguferð um gamla bæinn (lagt af stað frá Kaffi Krók) og bjóða öllum að slást í hópinn.
Kl. 14:30 verður síðan opið hús á Kaffi Krók með áhugaverðri dagskrá um Rótarý og spennandi samfélagsverkefni. Allir eru velkomnir og verður boðið upp á léttar veitingar.
Dagskrá Rótarýdagsins:
13:00 Gönguferð um gamla bæinn. ( Brynjar Pálsson )
14:30 Kynning á Rótarýhreyfingunni. ( Pétur Bjarnason )
14:45 Ungt fólk í Rótarý. ( Ingvi Hrannar Ómarsson )
15:00 Rótarýklúbbur Sauðárkróks. ( Gestur Þorsteinsson )
15:15 Sauðárgilið og Litli skógur. Falin paradís. ( Magnús Barðdal )
Hugmyndir frá börnum okkar. Vinna frá árinu 2012
Útikennslustofa. Hugmyndir áhugahóps.
Umræður.
Fundarstjóri er Ómar Bragi Stefánsson
Sauðárgilið og Litli skógur er og hefur verið pínu falin paradís inn í miðjum bænum ef svo má að orði komast. Oft hafa komið upp raddir um að taka þar til hendinni, skipuleggja svæðið, búa til útivistarreiti, staði til að grilla, setja upp yfirbyggt svið og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, endurgera sundlaugina og setja þar hvítan sand svo eitthvað sé nefnt.
Á fundinum langar okkur að velta upp hvort áhugi sé á að fara í slíka framkvæmd þar sem allt samfélagið tæki þátt og hvernig best væri að leggja af stað. Komdu á fundinn ef þú hefur áhuga á þessu verkefni og
taktu þátt í umræðunni með okkur, það skiptir okkur máli.
Kíktu við og taktu þátt í Rótarýdeginum 2015.
Skoðaðu dagskrá hinn klúbbanna hér