Verkefni
Viðurkenning fyrir lofsverðan árangur
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt hefur veitt námsverðlaun við útskrift í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti meira en 40 sinnum á 20 rúmum árum.
Til verðlaunanna var stofnað í minningu Jóns Stefáns Rafnssonar, tannlæknis, eins af stofnfélögum klúbbsins, en Jón Stefán féll frá langt um aldur fram. Klúbburinn óskaði þess að verðlaunin yrðu veitt þeim nemanda sem skólinn teldi hafa sýnt lofsverða ástundun og framfarir í námi og auk þess verið virkur í félagslífi innan skólans. Forseti klúbbsins hverju sinni eða fulltrúi hans er viðstaddur útskriftarathöfnina og afhendir viðurkenninguna.