Verkefni

Stuðningur við Gerðubergskórinn

Eitt af verkefnum klúbbsins, sem snýr að nærsamfélagi hans í Breiðholti, er stuðningur við  kór aldraðra í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Gerðubergskórinn fer víða og syngur við margvísleg tækifæriKórinn hefur fengið styrki frá klúbbnum til að standa straum af ferðakostnaði vegna söngstarfsins. Hann hefur nú starfað í aldarfjórðung og kemur fram við hin ýmsu tækifæri, m.a. á tónleikum í kirkjum og söngskemmtunum í félagsmiðstöðvum. Félagar í kórnum eru að jafnaði um 30 talsins og æfa þeir tvisvar í viku í Gerðubergi. Einnig starfar hljómsveitin Vinabandið innan vébanda félagsskaparins. Kórstjóri er Kári Friðriksson, tónmenntakennari, og undirleikari hinn góðkunni Árni Ísleifs, píanóleikari og tónskáld.