Fundargerðir

Stjórnarfundur 31.1.17 kl. 17

Rafstöðvarvegi 29

Mætt: Guðjón, Edda, Kristín, Davíð og Oddur

Þetta gerðist:
1. Klúbbþing 2.2.17
Rætt um fyrikomulag þingsins og málefni sem taka á fyrir.

2. Tilnefning til Umdæmisstjóra 2019-2020
Ákveðið að tilnefna engan að þessu sinni. 
Undirbyggja þarf tilnefningu betur færi gefst til nú.

3. Framlag í Rótarýsjóðinn.
Samþykkt að miða við 25$ pr. félaga, hækkist upp í næstu heilu tölu.

4. Val á næstu PH félögum.
Samþykkt fyrirliggjandi uppástunga (haldið leyndu)

5. Fundargerði og skráning mætinga.
Þrýst verður á um reglulegar skráningar.

6. Skjávarpi og nettenging í félagsaðstöðu.
Unnið er í málinu.

7. Önnur mál.
Hugmyndir að breyttum valreglum.
- Kjósa helst ekki sama fólkið í stjórn 2 ár í röð.
- Varforseti (dagskrárstjóri) verði viðtakandi forseti.  Hætta að kjósa viðtakandi forseta.
- Þeir sem gegndu embættum fyrir löngu síðan t.d. 15 árum+ verði aftur kjörgengir.
Ákveðið að bera þessi mál og fleiri í sama dúr upp á klúbbfundi á næstunni.