Fréttir

8.3.2009

Nýr rótarýklúbbur stofnaður

Þriðji rótarýklúbburinn í Kópavogi

Þan 26. janúar sl. Rótarýklúbburinn Þinghóll - kópavogur stofnaður nýr Rótarýklúbbur á Íslandi. Er þetta þriðji rótarýklúbburinn í Kópavogi og 30. rótarýklúbburinn á Íslandi.  Móðurklúbbur hans er Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt. 

Undirbúningur hins nýja klúbbs hefur staðið yfir um nokkurt skeið en gengið hratt og örugglega fyrir sig.  Fjöldi stofnfélaga er um 35. Formaður undirbúningsnefndar að stofnun klúbbsins er Guðmundur Þorvar Jónasson matsveinn og var hann kjörinn fyrsti forseti klúbbsins.

Klúbburinn fundar á veitingastaðnum Catalina í Hamraborginni í Kópavogi á fimmtudögum kl. 17:30.

Stofnun klúbbsins gerir það að verkum að skilyrði alþjóðastjórnar fyrir sjálfstæðu umdæmi hefur verið uppfyllt en til þess þurfti 30 klúbba.