Fréttir

3.5.2017

Rótarýmenn hjóla á mótorhjólum.

International Fellowship of Motorcyling Rotarians ( www.ifmr.org )

Áhugamenn um mótorhjól innan Rótarýhreyfingar leita að áhugasömum aðilum til að taka þátt í 

Við leitum að mótorhjólamönnum til að efla starf Rótarý.  Innan Rótarýhreyfingarinnar eru fjölmörg áhugamannafélög. Hér á landi er starfandi skemmtilegur félagsskapur, IFMR, sem er skammstöfun á International Fellowship of Motorcycling Rotarians (www.ifmr.org). Við vinnum náið með norrænum félögum okkar en tilsvarandi félög eru víðsvegar um heiminn og starfa vel saman.

Starfið er líflegt og í sumar verða farnar 12 skipulagðar mótorhjólaferðir hér innanlands og þar af verða fimm Rótarýklúbbar heimsóttir. Í boði eru ferðir víðs vegar um heiminn með þarlendum Rótarýfélögum. 
Rótarýhreyfingin þarf ávallt nýtt fólk. Vinsamlegast kynnið IFMR fyrir ungu og miðaldra fólki, kynnið drauminn um að hjóla innanlands og erlendis með góðum félögum. Hægt er að snúa dæminu við: Fáið ungt fólk í IFMR og þá verður það um leið félagar í Rótarý!

Sjá nánar frétt á vef Rótarý: http://www.rotary.is/frettir/nr/5944