Jólafrímerki
Sigurjón Björnsson:
Hjá ýmsum félagasamtökum hefur það tíðkast nokkuð lengi að gefa út jólamerki. Það var árið 1964, sem Rótaryklúbbur Kópavogs ákvað að hefja útgáfu á jólamerkjum. Haft var samband við listakonuna Barböru Árnason, sem tók mjög vel í að teikna slíkt merki fyrir klúbbinn. Ingvar Jónasson, fiðluleikari var þá með lítið prentverk í Kópavogi og tók hann að sér að prenta merkið. Það verk tókst með ágætum þó mjög væri liðið að jólum. Það þurfti að vísu hröð handtök til að koma merkinu í sölu í tæka tíð, en það tókst.
Næsta merki 1965 teiknaði Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður á Akureyri.
Næstu sex merki í röð teiknaði Barbara Árnason fyrir klúbbinn þ.e. árin 1966-197l
1972 er svo notuð mynd af Kópavogskirkju frá Sólarfilm.
1973 er notuð mynd tekin af Guðmundi Hannessyni af veginum frá
Reykjavík til Kópavogs.
Jólamerkið 1974 er teiknað af Baltasar. Jólamerkið 1975 er eftir Atla Má.
Merkið 1976 er eftir Guðmund Ármann.
Árin 1977 og 1978 er jólamerkið eftir myndum teknum af Sigurjóni Björnssyni.
1979 er merkið svo teiknað af tónskáldinu og myndlistarmanninum Sigfúsi Halldórssyni.
1980 teiknaði Atli Már merkið.
1981 og 1982 eru endurútgefin merkin frá 1970 og 1971 í breyttum litum.
1983 er svo Sigfús Halldórsson með sína aðra teikningu.
1984 er Atli Már einnig aftur á ferðinni með aðra teikningu. 1985 er merkið með mynd af málverki eftir Baltasar.
Síðasta merkið er svo gefið út 1987 með mynd af málverki Sigurjóns Björnssonar.
Fljótlega eftir að útgáfa merkjanna hófst var stofnaður líknarsjóður Rótarýklúbbs Kópavogs er ákveðið var að ágóði af sölu jólamerkjanna skyldi renna til. Úthlutað var á hverju ári úr sjóðnum til einstaklinga og félaga.