Nemendaskipti á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs
Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum.
Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst. Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í gestgjafalandinu á heimilum Rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem Rótarýmenn velja. Á heimsvísu fara yfir 8.000 ungmenni árlega sem skiptinemar á vegum Rótarýhreyfingarinnar. Ungmennin fá dvalarleyfi í heimsóknarlandinu til að stunda nám en fá ekki rétt til að stunda atvinnu.
Rótarýklúbbur Kópavogs hefur tekið virkan þátt í þessum nemendaskiptum á liðnum árum, bæði sent íslenska unglinga til ýmissa annarra landa og tekið á móti ungu fólki frá framandi löndum.