Fréttir

30.8.2008

Ný heimasíða klúbbsins að fara í loftið

Kynningarfundur var haldinn í Seljakirkju í dag þar sem nýtt vefviðmót var kynnt fyrir heimasíðu Rótarýumdæmisins og klúbbanna. Guðni Gíslason Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar kynnti fyrir riturum klúbbanna hvernig vefumhverfið virkaði. Þangað mættu einnig nokkrir aðrir aðilar sem sjá um vefsíður sinna klúbba.

Einnig mætti þar maður frá Hugbúnaðarhúsinu sem útskýrði hvernig uppfæra áheimasíðurnar. Það er ljóst að mikið verk hefur verið unnið við að koma vefsíðunni í loftið, en það er einnig greinilegt að mikil vinna er framundan hjá hverjum klúbbi og hverjum ritara að uppfæra heimasíður og skrá inn nefndir og annað slíkt.