Fréttir

1.7.2009

Stjórnarskipti á fyrsta fundi í júlí

Stjórnarskipti í Rótarýklúbbi Keflavíkur á morgun 2. júlí 2009.

Að venju verða stjórnarskipti á fyrsta fundi nýs starfsárs í Rótarýklúbbi Keflavíkur, sem verður haldinn á morgun 2. júlí 2009. Á starfsárinu 2009 - 2010 verður einnig nýtt vefsvæði Rótarýhreyfingarinnar tekið að fullu í notkun, en það hefur verið í þróun mest allt síðasta starfsár. Er það von okkar að með tilkomu þess verði allt innra starf klúbbanna markvissara og auðveldara verði að afla upplýsinga um áhugaverða atburði og fyrirlestra í starfi klúbbanna um allt land.