Fréttir
Stjórnaskipti
Síðasti fundur starfsársins 5. júlí 2012
Stjórn ársins 2012 til 2013 hóf störf
Á fundi þann 5. júlí, sem jafnframt var síðasti fundur starfsársins 2011 til 2012, tók ný stjórn við klúbbnum. Fundurinn var sérlega hátíðlegur enda er nýr forseti okkar Hjördís Árnadóttir fyrsta konan sem var tekin inn í Rótarýklúbb Keflavíkur, en það var gert 2. desember 2004. Maturinn var einnig afar gómsætur og vel útilátið hjá kokkunum á Flughótelinu í Keflavík.