Fréttir

18.2.2010

Rotary og Haiti

Rótarýklúbbur Keflavíkur ákvað að leggja sitt af mörkum og hefur nú veitt framlög í 2 verkefni sem beina kröftum sínu að hjálparstarfi á Haíti. Verkefnin eru unnin á vegum Rótarý og heita ShelterBox og AquaBox og byggja alla starfsemi sína á frjálsum framlögum.

Miklir jarðskjálftar á Haiti í janúar sl. er mikill harmleikur fyrir íbúa svæðisins og ófyrirséð hvernig þeim tekst að glíma við þessar miklu hörmungar og afleiðingar þeirra.  Talið er að ekki færri en 230.000 manns hafi látið lífið og fleirri en 1. milljón manna er heimilislaus og um þriðjungur þeirra slasaðir. Það er gríðarleg þörf fyrir hvers konar aðstoð og eru margir að leggja eitthvað af mörkum til þessa erfiða verkefnis.  
Rotary International var með verkefni í vinnslu á Haiti þegar jarðskjálftinn reið yfir og var strax hafist handa við neyðarhjálp á svæðinu. Rótarýfélagar um allan heim hafa lagt fram sinn stuðning til þessa starfs m.a. með hjálparaðstoð á Haiti,  lyfja- og matvælasendingum, fjárframlögum og annarri neyðaraðstoð.  Sveinn H. Skúlason umdæmisstjóri skrifaði í fréttabréfi sínu hvatningu til félaga um að leggja málinu lið, minnug þess er segir í máltækinu „margt smátt, gerir eitt stórt“.
Rótarýklúbbur Keflavíkur ákvað að leggja sitt af mörkum og hefur nú veitt framlög í 2 verkefni sem beina kröftum sínu að hjálparstarfi á Haíti. Verkefnin eru unnin á vegum Rótarý og heita ShelterBox og AquaBox og byggja alla starfsemi sína á frjálsum framlögum.
ShelterBox ( neyðarbox ) er einstakt verkefni á sinn hátt og hefur á nokkrum árum vaxið í að vera fyrsta neyðarhjálp sem berst á hörmungasvæði í heiminum í dag ( www.shelterbox.org ). Til marks um það þá voru starfsmenn frá ShelterBox  komnir á svæðið til að skipuleggja neyðaraðstoð, um svipað leiti og Íslenska rústabjörgunarsveitin koma á vettvang.  Í dag rúmlega mánuði frá því jarðskjálftinn reið yfir hafa um 8.200 ShelterBox verið send á svæðið og er stefnt að því að um 5.000 til viðbótar verði send til Haíti.  Í einu neyðarboxi er tjald fyrir allt að 10 manns til að dvelja í ásamt ýmsum búnaði.
AquaBox ( vatnsbox ) er verkefni unnið á vegum Rótarý ( www.aquabox.org ). Það verkefni byggir á því að í 1 boxi er búnaður til að hreinsa mengað vatn ( filter og hreynsitöflur ). Þessi búnaður getur séð um að hreinsa allt drykkjarvatn fyrir 4 manna fjölskyldu í allt að 6-7 mánuði og er mikil þörf á slíkri aðstoð á Haíti í dag, þar sem vatnsskortur er gríðarlegur. Í dag hafa 1.558 AquBox verið send á hörmungasvæðið og vegna mikillar hættu á farsóttum af völdum vatnsmengunar er stefnt að frekari sendingum, en verkefnið er alfarið unnið af sjálfboðaliðum og algjörlega háð frjálsum framlögum þeirra sem vilja leggja lið.
Það eru mörg mannúðarverkefni sem Rótarý kemur að og eru félagar í  Rótarýklúbbi Keflavíkur stoltir af því að geta lagt eitthvað að mörkum til slíkra verkefna á hverju ári og teljum það vera öllum til góðs.  

Grétar Grétarsson