Fréttir

2.9.2009

Viðurkenningar fyrir 100% mætingu 2008 - 2009

15 félagar í Rótarýklúbbi Keflavíkur með 100% mætingu á síðasta starfsári

Á fundi 27. ágúst sl. voru veittar viðurkenningar fyrir 100% mætingu á síðasta starfsári. Að þessu sinni voru það 15 félagar sem hlutu viðurkenningu. Sá sem oftast hefur mætt 100% er Birgir Guðnason, en hann hefur náð 100% mætingu í 39 ár, eða allan þann tíma sem hann hefur verið félagi í klúbbnum.

Sá siður hefur verið viðhafður í Rótarýklúbbi Keflavíkur í mörg ár að veita félögum viðurkenningu fyrir 100% mætingu á hverju starfsári. Ómar Steindórsson, fyrrum umdæmisstjóri og aðalstjórnarmaður RI tók upp þennan sið og hefur alfarið staðið straum af kostnaði vegna þessa. Er félögum afhent lítið merki til að setja á bak við hefðbundið Rótarýmerki, með tölustaf sem samsvarar fjölda ára sem viðkomandi hefur náð 100% mætingu. Að þessu sinni náðu 15 félagar þeim áfanga að mæta 100%, en þeir eru:

Birgir Guðnason    
Erlendur Jónsson
Erlingur Leifsson
Georg Hannah    
Grétar Grétarsson    
Guðmundur Bj. Rafe.v
Guðmundur Bj. Verkfr
Hjördís Árnadóttir    
Jón Gunnar Stefánsson    
Kristófer Þorgrímsson
Ómar Steindórsson
Sigfús Hlíðar Dýrfjörð
Sigurður Símonarson
Stefán Sigurðsson    
Þorsteinn Marteinsson

Af þessum félögum voru 12 viðstaddir afhendingu á viðurkenningunni, en hinum verður afhent sín viðurkenning við fyrsta tækifæri.