Ríkiskaup
Hagkvæm innkaup í þágu almennings
Fyrirlesari dagsins var Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa. Fór hann yfir mikilvægt hlutverk stofnunarinnar sem annast innkaupastefnu ríkisins. Rakti hann grunnþætti í útboðsferlinu og þann mikla árangur sem náðst hefur í sparnaði fyrir okkur skattgreiðendur með rekstri Ríkiskaupa. Stofnunin annast beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir og fyrirtæki í rekstri Ríkissjóðs og er þetta fyrirkomulag bundið í lög.
Þriggja mínútna erindið var afar skemmtilegt og lýsti gömlum tímum þar sem dugnaður eldri kynslóða skein í gegn við uppbyggingu þess samfélags sem við njótum í dag. Þar var það Jón Ísfeld Karlsson sem rifjaði upp endurminningar sínar þegar hann byggði upp síldarverksmiðjur á Neskaupsstað, hans heimabæ.