Fréttir

7.5.2017

Rótarýdagurinn

Haldinn sameiginlega með Görðum og Hofi

Rótarýdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt laugardaginn, 6. maí og af því tilefni stóðu Rótarýklúbbarnir í Garðabæ sameiginlega að opnum fundi.

Veðrið var yndislegt en þrátt fyrir það gáfu sér margir tíma til að mæta og kynna sér starfið og áttu þátttakendur góða stund saman. Um einkar áhugaverða dagskrá var að ræða. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA var fyrirlesari dagsins og var hann með einkar áhugavert erindi þar sem hann fór yfir sögu og áherslur í starfsemi IKEA.  Eftir áheyrn var öllum ljóst að verð og gæði þurfa ekki að fara saman. Hug- og tæknivit geta hjálpað til við að finna góðar lausnir án mikilla fjárútláta. Að örðu leyti vísast til dagskrár en þó skal tekið fram að þriggja mínútna erindin gleymast ekki þeim sem voru á fundinum og söngnemendur hjá Klifinu voru hjartnæmar stúlkur sem veittu mikla gleði og hlýju.