Fréttir

30.3.2017

Stofnun Bills og Melindu Gates

Í upphafi fundar 27.mars sagði Bjarni Jónasson frá för fjögurra klúbbfélaga til Suður Afríku og færði klúbbnum fána frá þarlendum klúbbum.

Ingibjörg Hauksdóttir flutti 3ja mínútna erindi um Mathús Garðabæjar og velti fyrir sér hvort loksins væri kominn lífvænlegur veitingastaður í Garðabæ.

Aðalræðumaður fundarins var Guðrún Högnadóttir og talaði hún um stofnun þeirra Bills og Melindu Gates. Hún rakti upphaf og umsvif Microsoft, ríkidæmi þeirra hjóna og talaði um stofnunina sem þau stýra.

Einnig fór hún yfir helstu áhersluatriði stofnunarinnar sem eru þessi:

  • 1. Almenn þróun m.a. með því að bæta tækifæri hinna fátækustu til menntunar.

  • 2. Notkun nýjustu tækni og vísinda í baráttunni gegn sjúkdómum m.a. með framleiðslu bóluefna.

  • 3. Sérstakur stuðningur við menntun fátækra barna í Bandaríkjunum.

  • 4. Virkjun einstaklinga, fyrirtækja stofnana og stjórnvalda til að vinna að þessum málum.

Gerður var góður rómur að erindi Guðrúnar og klappað fyrir þeim Gates hjónum sem hafa valið Rotaryhreyfinguna á heimsvísu sem samstarfsaðila m.a. til þess að vinna gegn lömunarveiki í heiminum.