Meniga
Fjármálalausnir fyrir heimili
Fundurinn 20. mars var haldinn á svipstundu á kaffistofu Meniga í turninum við Smáratorg. Að honum loknum hófst heimsókn í fyrirtækið. Viggó Ásgeirsson flutti erindi um Meniga, sem hann stofnaði ásamt tveimur félögum sínum upp úr hruni. Fyrirtækið sérhæfir sig í hugbúnaði til að auðvelda einstaklingum við að halda utan um fjármál sín og skipuleggja þau. Hugmyndin spratt upp úr augljósri þörf landsmanna til að vinna sig út úr vandanum sem upp var kominn. Í upphafi var Íslandsbanki aðalviðskiptavinur og bakhjarl Meniga, en nú hefur tekist samstarf við alla íslensku bankana.
Meniga er í samstarfi við erlendar fjármálastofnanir í 20 löndum, mest með því móti að þessar stofnanir fá leyfi til að nýta sér grunnhugbúnað Meniga og fá aðstoð við að laga kerfið og viðmót þess að þörfum sínum.
Einstaklingur sem notar Meniga kerfið notar færslur sínar hjá fjármálastofnun (sem er í samstarfi við Meninga) til að byggja upp eigin gagnagrunn, sem Meniga hefur aðgang að. Hann getur borið sína hegðun saman við hegðun skilgreindra hópa - án persónugreiningar og fær eftir atvikum leiðbeiningar um það sem betur má fara. Jafnframt veitir hann öðrum notendum sams konar, ónafngreindan aðgang að sínum færslum til notkunar í hliðstæðum samanburðarhópum. Uppsafnaður notendafjöldi á Íslandi er milli 50 og 60 þúsund, en virkni hefur minnkað verulega í góðærinu, einmitt þegar skynsamleg fjárstjórn gefur mest af sér til lengri tíma.
Meninga er að þróa nýja þjónustu, sem fyrirtækið kallar kjördæmi. Hún felst í því að Meninga sendir sérstök afsláttartilboð frá samstarfsfyrirtæki til markhóps sem nota sér sams konar þjónustu og samstarfsfyrirtækið býður. Samstarfsfyrirtækið fær ekki persónugreinanlegar upplýsingar um þau sem fá tilboðin, heldur hefur Meniga milligöngu um að koma afsláttum til skila til notenda. Fjör var í fyrspurnum og kom fram að Meniga væri virkt í fjármálafræðslu í skólum og að hátt gengi væri fyrirtækinu erfitt eins og fleiri sprotafyrirtækjum í útflutningi.