Fréttir

24.3.2017

Fasteignir á Spáni

Á fundi hinn 13. mars var fjallað um húsnæðismál hér og þar. Þegar forseti hafði sett fund, flutti ritari fréttir af Afríkuförum klúbbsins og lét klappa fyrir íslandsmeistaratitli Stjörnustúlkna í hópfimleikum.

Ræðumaður dagsins var Aðalheiður Karlsdóttir fasteignafrömuður. Fjallaði hún um sérgrein sína, útvegun íbúða og húsa í góðviðrishéruðum Spánar, nánar tiltekið suðar af Alicante. Var góður rómur gerður að ræðunni og fyrirspurnir voru fjörlegar.

Helgi Hjálmsson flutti þriggja mínútna erindi um byggingu 25 keðjuhúsa við Unnargrund við Arnarnesvog á vegum félags eldri borgara í Garðabæ. Boðaði hann frekari framkvæmdir á vegum félagsins og hvatti áhugasama til að kanna málið.