Fréttir

8.3.2017

WAPP / Walking app

Gönguleiðir

Í upphafi fundar 4.mars 2016 kynnti Einar Sveinbjörnsson rótarýfélagi ferð til Suður Afríku sem hann ásamt níu öðrum rótarýfélögum frá Íslandi er að fara í nú í mars. Gaman verður að heyra ferðasöguna þegar þau koma til baka úr þessari spennandi ferð.

Þriggja mínútna erindi var í höndum Vilhjálms Bjarnasonar og fjallaði hann um tvö skáld Grím Thomsen og Johan Runeberg.

Aðalfyrirlesari fundarins var Einar Skúlason sem stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang árið 2015. Gönguhópurinn telur í dag yfir tíu þúsund manns.  Einar kynnti appið WAPP (Walking app) sem hann á hugmyndina að og hefur markaðssett.  Í appinu/smáforritinu eru fjöldi gönguleiða um allt Ísland.  Við hönnun WAPP hefur verið lögð áhersla á gæði frá upphafi t.a.m. í forritun,kortagrunni og ritstjórn. Þá er WAPP í samstarfi  við Neyðarlínuna sem eykur öryggi göngugarpa sem nýta sér smáforritið.

Hluta af gönguleiðunum í WAPP er hægt að hlaða niður endurgjaldslaust en sumar kosta, verðinu er þó stillt í hóf. Einnig hafa aðilar kostað gönguleiðir m.a. eru nokkrar gönguleiðir í boði Garðabæjar, nokkrar þeirra kynnti Einar fyrir félögum og sagði skemmtilegar sögur um kennileiti.