Fréttir

27.2.2017

Árdagar Íslendinga

Helstu kenningar um landnámið

Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur með meiru, var gestur fundarins og gerði hann með afar áhugaverðum og skemmtilegum hætti grein fyrir bókinni Árdagar Íslendinga sem hann er höfundar að. Í þessari bók er safnað saman öllum helstu heimildum og kenningum um uppruna Íslendinga og landnám Íslands. Rekur hann elstu heimildir um fund Íslands og varpar ljósi á nokkrar hugmyndir um mögulegan uppruna Íslendinga sem sumar stangast á en hann „trúir þeim öllum“.

Kolbrún Jónsdóttir var með þriggja mínútna erindi þar sem hún vakti athygli á endurútgáfu bókarinnar Skipulag bæjar eftir Guðmund Hannesson, lækni en hann mun hafa látið ýmislegt sig varða sem við njótum örugglega ríkulega í dag.