Fréttir

20.2.2017

Framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo

Þann 20. febrúar var fyrirlesari dagsins Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Kynnti hann Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo hefur innleitt á Íslandi að finnskri fyrirmynd. Nú eru liðin sjö ár frá því verkefnið fór fyrst af stað hér á landi en það byggir á ítarlegri greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Árið 2016 komust 628 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Að auki eru veittar þrjár sérstakar viðurkenningar sem eru, viðurkenning fyrir nýsköpun í rótgrónu fyrirtæki sem Þorbjörn Grindavík hlaut, hástökkvarinn sem Fálkinn hreppti og viðurkenning fyrir yngsta fyrirtækið í erfiðustu atvinnugreininni féll Grillmarkaðnum í skaut. Fyrirtæki nota merki vottunarinnar í fjölbreytt kynningarefni og til að laða til sín öflugt starfsfólk.

Heiðrún Hauksdóttir var með einkar skemmtilegt þriggja mínútna innlegg þar sem hún sagði frá heimsins stærsta opinbera listviðburðinum sem gengur undir nafninu CowParate, sem þýða má Belju skrúðgönguna. Listviðburður þessi rekur sögu sína til ársins 1999 og hófst í Chicago. Viðburðurinn fer fram með þeim hætti að einstaklingar fá að mála kýr í fullri stærð sem eru til sýnis á opinberum stöðum. Haldið er listmunauppboð og nokkrar valdar kýr eru framleiddar í smærri mynd. Ágóðinn af viðburðinum er orðinn yfir 30 milljónir USD og rennur til góðgerðarmála.